lau. 27. apr. 2024 17:43
María Sigrún Hilm­ars­dótt­ir fréttamađur.
„Ţetta ţótti mér miđur“

María Sigrún­ Hilm­ars­dótt­ir fréttamađur segist alltaf hafa ćtlađ ađ klára innslag sitt í Kveik sem var endanlega tekiđ af dagskrá. Auđvelt hefđi veriđ ađ hjálpast ađ ef tímaţröng var vandamál.

Eins og fram hefur komiđ í fjölmiđlum síđasta sólarhring er María Sigrún ekki lengur hluti af ritstjórn Kveiks, ţar sem krafta hennar var ekki leng­ur óskađ. Fréttaskýring sem hún vann fyrir fréttaskýringaţáttinn Kveik og átti ađ sýna síđasta ţriđjudag var einnig tekin af dagskrá.

Heiđar Örn Sigurfinsson, frétta­stjóri Rúv., skrifađi á Facebook í dag ađ fréttaskýringin hefđi ekki veriđ „fullbúin til sýningar“. Ţví hafi stjórnendur bođiđ fréttastofu Rúv. ađ málinu yrđi fundinn farvegur í Kastljósi, ef nćđist ađ klára ađ vinna ţađ. Eng­in ann­ar­leg sjón­ar­miđ hafi búiđ ađ baki.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/27/engin_annarleg_sjonarmid_ad_baki/

Framandi vinnubrögđ

María birti sjálf Facebook-fćrslu nokkrum tímum síđar ţar sem hún rekur söguna. Hún segist hafa skilađ fyrsta uppkasti ađ handriti ađ ţćttinum sínum til ritstjóra og pródúsents fimmtudagskvöldiđ 11. apríl, 12 dögum fyrir áćtlađa sýningu innslagsins.

Um hádegi á sunnudag 14. apríl hafi hún spurt hvernig gengi en fengiđ ţau svör frá ritstjóra ţáttarins ađ hann hefđi tekiđ fyrstu „klippuna” og sýnt hana fréttastjóra og ritstjóra fréttatengdra ţátta.

„Ţeim var sumsé sýnt efniđ áđur en ég hafđi séđ ţađ sjálf og án minnar vitundar og samţykkis. Slík vinnubrögđ eru framandi fyrir mér. Ţetta ţótti mér miđur. Mat fréttastjóra og ritstjóra Kveiks var ađ ekki nćđist ađ fullvinna efniđ í tćka tíđ og ef ég sći ţađ ekki sjálf ćtti ég ekki erindi í rannsóknarblađamennsku,“ skrifar María.

Hefđu getađ hjálpast ađ

„Minn hugur stóđ alltaf til ađ klára ţetta innslag og vinna ţađ á stađnum og úr fjarvinnu eins og fordćmi eru fyrir og í ţéttu og miklu samstarfi viđ pródúsent og ritstjóra,“ skrifar hún enn fremur.

Ađ hennar mati hefđi tekist ađ klára innslagiđ ef vilji hefđi stađiđ til.

„Á ţessum tíma voru fimm af níu starfsmönnum Kveiks ađ undirbúa efni fyrir nćstu ţáttaröđ sem hefst í september. Auđvelt hefđi veriđ ađ hjálpast ađ ef tímaţröng var vandamál.“

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/26/breytingar_a_skipulagi_frettadeildar_ruv/

 

til baka