sun. 28. apr. 2024 06:30
Þessar beyglur eru fullkomnar í helgarbrönsinn.
Beyglurnar hennar Telmu með þeim bestu í heimi

Hér er uppskrift að bestu beyglum í heimi, að minnsta kosti með þeim bestu í heimi. Þær eru mjúkar og bragðgóðar og það er ótrúlega auðvelt að baka þessar í „airfryer“ eða í loftsteikingarpotti. Uppskriftin kemur úr smiðju Telmu Matthíasdóttur hjá Fitubrennslunni en hún er sniðugri en flestir þegar kemur að því að búa til einfalda og holla rétti. Hver og einn getur síðan valið sitt uppáhalds ofan á beyglurnar, fengið sér rjómaost og reyktan lax eða avókadó, gróft salt og franskt sinnep svo fátt sé nefnt.

View this post on Instagram

A post shared by Telma Matthíasdóttir (@fitubrennsla)

 

Beyglur

Aðferð:

  1. Byrjið á því að blanda saman þurrefnum og bætið svo við kotasælunni og hnoðið með höndunum í eina stóra kúlu.
  2. Látið standa í 15 mínútur.
  3. Skiptið síðan í fjóra parta.
  4. Hnoðið kúlu og stingið gat í gegn og mótið beyglu.
  5. Pískið eggið í glasi eða lítilli skál og penslið beyglurnar með pískaða egginu og dýfið í beyglukrydd.
  6. Upplagt er að setja þetta á báðar hliðar líkt og Telma gerir.
  7. Spreyið olíu á grindina í „airfryer“ (loftsteikingarpott).
  8. Leggið beyglurnar á grindina.
  9. Bakið við 150°C hita í 17 mínútur.
  10. Leyfið beyglunum að standa í 15 mínútur áður en þið skerið í þær.
  11. Njótið með því sem ykkur langar í.
til baka