lau. 27. apr. 2024 22:06
Mauricio Pochettino var reiður í kvöld
„Ótrúlegur dómari“

Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea, var æfur eftir að mark var dæmt af liði hans í uppbótartíma í jafntefli liðsins gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld telur VAR skemma fótbolta.

„Allir sem sáu leikinn urðu fyrir vonbrigðum“ Sagði Pochettino eftir leik. „Dómarinn er ótrúlegur og þetta er fáránlegt. Það er erfitt að samþykkja þetta“.

Pochettino vísar í vítaspyrnu sem hann telur að Chelsea hafa verið svikna um í undanúrslitum enska bikarsins þegar boltinn fór í hönd Jack Grealish. „Þar kíkti dómarinn ekki einu sinni á atvikið. Þetta er sárt og hefur skemmt enskan fótbolta, ég held að leikmenn og stuðningsmenn Villa hafi ekki skilið hvers vegna markið stóð ekki“.

„Við getum talað um frammistöðuna eða ákvörðun dómarans, þetta er að skemma leikinn“. Sagði Mauricio Pochettino. Chelsea er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

 

til baka