sun. 12. maí 2024 16:58
Alex Dujshebaev spilar á HM í janúar á næsta ári
Spánverjar stálheppnir að komast á HM

Spánverjar komust í hann krappann í undankeppni heimsmeistaramótsins í handbolta gegn Serbum í dag. Spánn leiddi með fjórum mörkum eftir fyrri leik liðanna en Serbar unnu leik dagsins með þremur mörkum, 25:22. Spánn olli vonbrigðum á Evrópumótinu í janúar og endaði í 13. sæti.

Slóvenar lentu einnig í miklum erfiðleikum gegn Sviss en Slóvenía hafnaði í sjötta sæti á Evrópumótinu í janúar. Slóvenía þurfti vítakeppni til að tryggja farseðilinn á heimsmeistaramótið en liðin skiptust á eins marks sigrum.

Leik Ítala og Svartfellinga er ekki lokið en Ítalir eru að öllum líkindum á leið á HM og sömuleiðis eru Pólverjar að vinna Slóvakíu. Norður-Makedónía mætir Færeyjum í síðasta leik dagsins. Staðan þar er 34:27 Færeyingum í vil.

Öll úrslit dagsins eru hér að neðan

Bosnía Herzegovina - Portúgal 26:26 (45:55)
Ungverjaland - Litháen 36:23 (64:49)
Serbía - Spánn 25:22 (53:54)
Austurríki - Georgía 37:31 (64:56)
Holland - Grikkland 31:25 (58:56)
Sviss - Slóvenía 34:38 eftir vító (61:64)
Tékkland - Rúmenía 29:20 (59:51)

til baka