Fréttir Þriðjudagur, 16. apríl 2024

Byggingarheimildir verði tímabundnar

Einar Þorsteinsson borgarstjóri telur rétt að byggingarheimildir í borginni verði tímabundnar. Tilefnið er að byggingarlóðir á Ártúnshöfða hafa nú verið seldar öðru sinni eftir að borgin undirritaði samninga um lóðirnar sumarið 2019 Meira

Hvalveiðar Beðið er ákvörðunar ráðherra um útgáfu veiðileyfis.

Þrýst á ráðherra að veita veiðileyfi

Talsverður þrýstingur er settur á nýjan matvælaráðherra að gefa út leyfi til hvalveiða sem allra fyrst, en leyfisumsókn hefur legið í ráðuneytinu frá því í janúarlok og ekki verið svarað. Bæði í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum er lögð rík áhersla á að veiðileyfi til Hvals hf Meira

Palestínumenn Fólk frá Palestínu sem nýtur verndar hér á landi hefur haft sig í frammi á Austurvelli upp á síðkastið, ásamt stuðningsfólki sínu.

Ellefu Palestínumenn koma í dag

Ellefu einstaklingar frá Palestínu eru væntanlegir til landsins í dag. Þeir koma frá Kaíró í Egyptalandi og var hleypt yfir landamærin með fulltingi sjálfboðaliða Solaris-samtakanna sem nýtt hafa söfnunarfé til að greiða þeim þá leið Meira

Knatthöllin á Ásvöllum mun breyta miklu fyrir starf Hauka

Starfsmenn ÍAV vinna þessa dagana að því að loka ytra byrðinu á nýrri knatthöll Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði. Búið er að reisa grind hússins og sperrur og nú er krani notaður þegar bitar í þakið eru lagðir ofan á þær Meira

Spáir miklum sviptingum á næstunni

Frambjóðendur til embættis forseta Íslands segja flestir að kosningabaráttan sé rétt að byrja og telja að nýjasta skoðanakönnun um fylgi þeirra sé til marks um það. Í könnun sem Prósent gerði fyrir Morgunblaðið og birt var í gær fengu þau Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir mesta fylgið Meira

Forsetafylgismenn dregnir í dilka

Katrín sækir fylgi til stjórnarflokkanna • Sterk staða Baldurs hjá Pírötum, Samfylkingu og Viðreisn • Jón Gnarr með mest fylgi yngra fólks • Katrín frekar hjá ráðsettara fólki • Dreift fylgi Höllu Hrundar Meira

Breiðhöfði 27 Drög að fjölbýlishúsum á einni lóðinni á Ártúnshöfða. Þorpið hefur selt frá sér byggingarlóðina.

Fagnar áhuga á Höfðanum

Borgarstjóri telur rétt að byggingarheimildir í borginni verði tímabundnar l  Borgarstjóri segir lóðir undir 3.000 íbúðir vera byggingarhæfar í borginni Meira

Sólheimar Þjónusta við íbúa styrkt.

Sólheimar og Bergrisinn starfa saman

Fulltrúar Sólheima í Grímsnesi og Byggðarsamlagsins Bergrisans hafa undirritað nýjan fimm ára samning um þjónustu við íbúa Sólheima til næstu fimm ára. Samningurinn er gerður á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk Meira

Gosið Lengra gos eins og í Fagradalsfjalli, en grynnra á kvikuhólf.

Flæðið minnkar hægt og rólega

Eldgosið er stöðugt • Landris eykst í Svartsengi vegna kvikusöfnunar Meira

Virkjanakostir duga ekki til

Þeir virkjanakostir sem eru í rammaáætlun munu ekki duga til að mæta orku- og aflþörf til framtíðar, en í virkjanaflokki áætlunarinnar eru 1.299 megavött tilgreind og í biðflokki 967 til viðbótar. Samtals gera þetta 2.266 megavött, en skv Meira

Fannfergi Snjóþungt er nú víða á Norðausturlandi og ljóst að ekki verður keyrt eftir túnunum á næstunni.

Mikið bætt í snjó í Köldukinn

Ekki keyrt eftir túnunum á næstunni • Óvíst hvernig girðingar koma undan snjónum • Tún kunna að koma illa undan vetri í Aðaldal • Fjöldi snjóflóða fallið í Ljósavatnsskarði • Gæsirnar sitja á sköflunum Meira

Þekkt Kirkjan sem nú heitir Kirkjubær blasir við á Stöðvarfirði.

Gömul afhelguð kirkja til sölu

Gistiheimilið Kirkjubær á Stöðvarfirði er auglýst til sölu um þessar mundir. Væri það ekki sérstakt fréttaefni nema fyrir þær sakir að húsnæðið er gamla kirkjan á Stöðvarfirði en Austurfrétt vakti athygli á málinu í gær Meira

Borgarnes Staða sveitarfélags sterk.

Borgarbyggð í plús og mun fjárfesta

Hagnaður af rekstri samstæðu sveitarsjóðs Borgarbyggðar á síðasta ári var 385 milljónir króna og tekjur samstæðu sveitarfélagsins voru 6.855 m.kr. Tekjurnar voru 13,2% meiri en áætlað var og þykir fjárhagsstaða sveitarfélagsins því góð Meira

Kerfið komið í öngstræti

Strandveiðar ekki arðbærar á svæði C fyrr en síðla sumars • Flóttinn frá Norður- og Austurlandi þegar hafinn • Smábátasjómenn telja kerfið gallað Meira

Eldflaugar Kona gengur fram hjá mynd af eldflaugum í miðborg Teheran. Árás Írana á Ísrael hefur aukið spennu.

Lagt að Ísrael að sýna stillingu

Netanjahú segir Írani ógna heimsfriði • Ísraelsher segir að árásum Írans verði svarað • Íranir segjast hafa mótað nýja hernaðarstefnu gagnvart Ísraelsríki Meira

Íbúðarhúsnæði Talið er að um 34 þúsund heimili á landinu séu á leigumarkaði en ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um stærð hans eða leiguverð.

Kærunefndin sögð sprungin undan álagi

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Kærunefnd húsamála er að kikna undan álagi vegna mikils og vaxandi fjölda kærumála sem nefndinni berast. Nefndin fjallar um ágreining um húsaleigusamninga og ágreining á milli eigenda fjöleignarhúsa og hefur málafjöldinn hjá nefndinni aukist um 50% á nokkrum árum „auk þess sem umfang og flækjustig mála hefur aukist verulega. Nefndin er því í raun löngu sprungin,“ segir í umsögn kærunefndarinnar til velferðarnefndar Alþingis um frumvarp innviðaráðherra um breytingar á húsaleigulögum, sem lagt var fram í seinasta mánuði. Meira

Tímamót X.U.L. (Gašper Selko) og Bistro Boy (Frosti Jónsson) verða með tónleika í Hörpu.

Hafa fundið frelsi og svigrúm í raftónlist

Tónlistarmennirnir Bistro Boy (Frosti Jónsson) og X.U.L. (Gašper Selko) koma í fyrsta sinn saman á sviði þegar þeir halda tónleika í Kaldalóni í Hörpu annað kvöld, miðvikudagskvöldið 17. apríl Meira