Slagur Vals og Víkings í kvöld

Gylfi Þór Sigurðsson og Valdimar Þór Ingimundarson mætast á Hlíðarenda …
Gylfi Þór Sigurðsson og Valdimar Þór Ingimundarson mætast á Hlíðarenda í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Einn af stórleikjum tímabilsins í Bestu deild karla í fótbolta er á dagskránni í kvöld þegar Valsmenn fá Víking í heimsókn í tíundu umferð deildarinnar.

Þetta er reyndar ellefti leikur beggja liða en fjögur stig skilja þau að í toppbaráttunni. Víkingar eru með 25 stig, Breiðablik 22 og Valur 21 en allt útlit er fyrir að slagurinn um Íslandsmeistaratitilinn standi á milli þessara þriggja félaga sem eru smám saman að skilja sig að frá hinum níu liðum deildarinnar.

Flautað verður til leiks á Hlíðarenda klukkan 20.15 og þarna mætast tvö lið sem hvort um sig hafa aðeins tapað einum leik í deildinni í ár. Valsmenn gegn Stjörnunni í þriðju umferð og Víkingar gegn HK í fimmtu umferð.

Víkingar sakna síns markahæsta leikmanna, Danijels Dejans Djuric, sem er kominn í tveggja leikja bann.

Valsmenn endurheimta hins vegar Gylfa Þór Sigurðsson sem hefur misst af fjórum síðustu leikjum þeirra í deildinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert