Heiðursgestur sem vann bikarinn fyrir 55 árum

Skúli Ágústsson, lengst til hægri, heilsar upp á leikmenn KA …
Skúli Ágústsson, lengst til hægri, heilsar upp á leikmenn KA fyrir leikinn. mbl.is/Ólafur Árdal

Skúli Ágústsson og Þrándur Sigurðsson eru heiðursgestir á bikarúrslitaleik karlaliða KA og Víkings í knattspyrnu sem nú stendur yfir á Laugardalsvellinum.

Skúli, sem er 81 árs gamall, var lykilmaður í liði Akureyringa, ÍBA, sem varð bikarmeistari árið 1969 eftir tvo úrslitaleiki gegn Akurnesingum. Það er eina skiptið sem bikarinn hefur farið til Akureyrar, en KA, sem er félag Skúla, leikur í fimmta sinn til úrslita í dag. Skúli lék þrjá A-landsleiki fyrir Íslands hönd á sínum tíma, tvo þeirra þegar Ísland lék í fyrsta skipti í undankeppni EM árið 1964.

Þrándur, sem er 56 ára gamall, kom til Víkings frá Sindra á Hornafirði árið 1994 og lék með liðinu til ársins 1999. Hann hefur síðan þjálfað hjá félaginu um langt árabil og komið að uppeldi fjölda meistaraflokksmanna á seinni árum. Þá er hann faðir Aronar Elíss Þrándarsonar sem er í liði Víkings í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert