KA er þrettánda félagið sem vinnur bikarinn

KA-menn fagna bikarsigrinum í dag.
KA-menn fagna bikarsigrinum í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

KA  varð bikarmeistari karla í fótbolta í fyrsta skipti í dag með því að vinna Víking 2:0 í úrslitaleik bikarkeppninnar á Laugardalsvellinum.

KA er þar með þrettánda félagið sem vinnur bikarkeppnina sem hefur farið fram 65 sinnum frá árinu 1960 og bikarmeistarar hafa verið krýndir 64 sinnum.

Bikarinn hefur einu sinni áður farið til Akureyrar en það var þegar ÍBA varð bikarmeistari árið 1969.

KR hefur unnið bikarinn oftast, fjórtán sinnum, en þessi þrettán félög hafa unnið bikarinn:

14 KR
11 Valur
9 ÍA
8 Fram
5 Víkingur
5 ÍBV
4 Keflavík
2 FH
2 Fylkir
1 ÍBA
1 Breiðablik
1 Stjarnan
1 KA

KA-menn fjölmenntu í stúkuna á Laugardalsvelli í dag og studdu …
KA-menn fjölmenntu í stúkuna á Laugardalsvelli í dag og studdu sitt lið gríðarlega vel. mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert