Ekki boðlegur fyrri hálfleikur

Sandra María Jessen skoraði eina mark Þór/KA í dag.
Sandra María Jessen skoraði eina mark Þór/KA í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Sandra María Jessen fyrirlið Þór/KA var í súr eftir 6:1-tap á Kópavogsvelli  í 3. umferð úrslitakeppni Bestu deildar kvenna í dag.

Fyrstu viðbrögð við að vera 6:0 undir í hálfleik?

„Það er rosalega einfalt að svara því við bara mættum ekki til leiks. Við hefðum alveg eins getað setið bara inni í klefa í fyrri hálfleiknum og sýndum ekkert hvað við erum góðar í fótbolta og létum þær líta alltof vel út.“

Hvernig voru samskiptin hjá ykkur inni í klefa í hálfleik?

„Bara að rífa sig upp á rassgatinu og sýna að þetta er ekki það sem við stöndum fyrir. Eins mikil skita og fyrri hálfleikurinn var að þá vildum reyna að koma til baka og lagfæra það sem gerðist í fyrri hálfleik náum þessu eina marki en það telur lítið þegar þú færð á þig sex mörk í fyrri hálfleik en ég er stolt af stelpunum að halda áfram.“

Þið spilið líklega úrslitaleik um þriðja sætið í lokaumferðinni við Víking en hvernig sérðu tímabilið í heild sinni hjá ykkur?

„Heilt yfir bara mjög jákvætt erum kannski ekkert á bullandi ferð þessa stundina en ef við horfum á fyrri umferðina töpum við bara á móti Breiðablik og Val og það verður að telja nokkuð sterkt enda teljum við okkur vera það gott lið að við eigum að vera nær Breiðablik og Val,“ sagði Sandra María í viðtali við mbl eftir leikin í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert