Sendum sterk skilaboð í dag

Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Agla María Albertsdóttir leikmaður Breiðabliks  var í skýjunum eftir 6:1-sigur Breiðabliks á Þór/KA í 3. umferð úrslitakeppni Bestu deildar kvenna í dag.

6:0 í hálfleik hvernig sást þú þetta inni á vellinum?

„Bara frábær hjá okkur, mikið flæði og þá sérstaklega inni á miðjunni hjá okkur, fundum mikið af svæðum til að senda í.“

Þið eruð mjög góðar fyrir framan markið í dag og skorið úr flestum ykkar færum í fyrri hálfleik.

„Já, gerum virkilega vel, skorum úr hornspyrnu sem við vorum búnar að æfa lengi en við fáum líka fleiri færi sem við eigum að skora úr og bara góð fyrirheit fyrir það sem koma skal því við ætlum að klára þetta mót af miklum krafti.“

Þú ert að koma til baka eftir meiðsli og spilar þínar fyrstu 90 mínútur í langan tíma hvernig líður þér að vera komin aftur á völlinn?

„Þetta er búið að vera að byggjast síðasta mánuðinn og mér finnst ég vera að finna mitt rétta form.“

Eru þið að senda skýr skilaboð á Hlíðarenda með þessum sigri?

„Já klárlega en við erum ekkert að pæla í þeim en frá því í bikarúrslitunum höfum við verið að spila betur og betur,“ sagði Agla María í viðtali við mbl í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert