Afturelding mætir Keflavík í úrslitum

Máni Austmann Hilmarsson og Aron Elí Sævarsson eigast við í …
Máni Austmann Hilmarsson og Aron Elí Sævarsson eigast við í dag. mbl.is/Eyþór Árnason

Afturelding tryggði sér sæti í úrslitaleiknum um sæti í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Fjölni í Grafarvogi í dag. Afturelding vann fyrri leikinn í Mosfellsbæ, 3:1. 

 Afturelding mætir Keflavík í úrslitaleiknum  á Laugardalsvelli á laugardaginn kemur, 28. september, klukkan 16.

Leikurinn byrjaði rólega og lítið var um hættuleg færi í fyrri hálfleik en Jónatan Guðni Arnarsson átti fyrsta skot á markið fyrir heimamenn á 20. mínútu.  Hann fékk boltann beint fyrir framan markið og fór í skot en Jökull Andrésson varði vel af stuttu færi.

Arnór Gauti Ragnarsson fékk svo fyrsta hættulega færi Aftureldingar en það kom eftir um hálftíma. Flott hreyfing skapaði pláss fyrir Arnór á milli miðvarða Fjölnis og Arnór tók góðan snúning og setti boltann niðri á markið en Halldór  Snær Georgsson var fljótur niður og varði vel. 

Baldvin Þór Berndsen fékk svo frábæra hugmynd og fór í skot nálægt miðjunni þegar hann sá að Jökull var kominn langt út úr markinu en boltinn fór rétt framhjá og staðan var 0:0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var frekar daufur, lítið um færi og Afturelding að tefja. Fjölnismenn voru daufir en Bjarni Þór Hafstein átti flott skot á markið á 90. mínútu en Jökull varði og Afturelding fer í úrslitaleikinn eftir dapran leik hjá Fjölni.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Fjölnir 0:0 Afturelding opna loka
90. mín. Sævar Atli Hugason (Afturelding) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert