Fyrirliðinn framlengir í Vestmannaeyjum

Alex Freyr Hilmarsson og Oleksiy Kovtun í leik ÍBV og …
Alex Freyr Hilmarsson og Oleksiy Kovtun í leik ÍBV og Keflavíkur í sumar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði karlaliðs ÍBV í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við félagið. Nýi samningurinn er til næstu þriggja ára, út tímabilið 2027.

Fyrri samningur Alex Freys var að renna út en hann gekk til liðs við ÍBV fyrir tímabilið 2022.

Hann er 31 árs miðjumaður sem á að baki 153 leiki í efstu deild hér á landi fyrir ÍBV, KR, Víking úr Reykjavík og Grindavík og hefur skorað í þeim 24 mörk.

Leikirnir í næstefstu deild eru 87 og mörkin 16, en ÍBV vann 1. deild á nýafstöðnu tímabili og leikur því aftur í Bestu deildinni á næsta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert