Áfram hjá Íslandsmeisturunum

Gísli Gottskálk Þórðarson.
Gísli Gottskálk Þórðarson. mbl.is/Ólafur Árdal

Knattspyrnumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Víkings úr Reykjavík.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Gísli, sem er tvítugur, skrifaði undir þriggja ára samning í Fossvoginum.

Hann er uppalinn hjá Breiðabliki en hélt ungur að árum til unglingaliðs Bologna á Ítalíu. Hann gekk til liðs við Víkinga frá ítalska félaginu fyrir tímabilið 2022.

Alls á hann að baki 36 leiki í efstu deild og tvö mörk en hann hefur leikið 20 leiki með liðinu í sumar í Bestu deildinni. Þá á hann að baki 12 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert