KA sigraði og Fylkir í vondri stöðu

Bjarni Aðalsteinsson miðjumaður KA með boltann á Fylkisvelli í dag.
Bjarni Aðalsteinsson miðjumaður KA með boltann á Fylkisvelli í dag. Ólafur Árdal

KA hafði betur gegn Fylki, 3:1, í neðri hluta Bestu deild karla í knattspyrnu í Árbænum í dag.

Úrslitin þýða að KA er í sjöunda sæti með 31 stig en Fylkir er á botninum með 17 stig, fimm stigum frá öruggu sæti. 

Það tók KA aðeins rétt rúmar 30 sekúndur að komast yfir. Þar var Ásgeir Sigurgeirsson að verki en Harley Willard lagði boltann á Ásgeir utarlega í teignum sem skoraði með glæsilegu skoti í fjærhornið. 

Fyrir utan mark KA-manna byrjaði leikurinn nokkuð rólega. Liðin skiptust á með boltann og var lítið um færi. 

Þórður Gunnar Hafþórsson var nálægt því að jafna metin eftir rétt rúman hálftíma leik en skot hans hafnaði í þverslánni. 

Á 44. mínútu náði Fylkir að jafna metin en Kári Gautason, varnarmaður KA, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Benedikt Daríus Garðarsson fékk boltann á vinstri kantinum, átti sendingu sem fór í Kára og þaðan í markið. 

Staðan 1:1 í hálfleik. 

Emil Ásmundsson fékk dauðafæri á 64. mínútu til að koma Fylki yfir. Hann slapp einn í gegn á móti markmanni en Steinþór Már Auðunsson sá við honum. 

Skömmu síðar komst Viðar Örn Kjartansson einn í gegn, lék á Ólaf Kristófer Helgason, markmann Fylkis, sem tók hann niður og dæmdi Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, vítaspyrnu. 

Hallgrímur Mar Steingrímsson fór á punktinn fyrir KA og skoraði af miklu öryggi. Mark gegn gangi leiksins. 

Viðar Örn innsiglaði sigur KA-manna á 78. mínútu með marki. Hallgrímur Mar átti stórkostlega utanfótar sendingu inn fyrir á Viðar Örn sem skoraði. 

Á þriðju mínútu uppbótartíma fékk Fylkir víti þegar Dagur Ingi Valsson braut á Ragnari Braga Sveinssyni. Dagur Ingi var aftasti maður og fékk rautt spjald fyrir brotið. 

Arnór Breki Ásþórsson fór á vítapunktinn fyrir Fylki en Steinþór Már varði frá honum. 

Mörkin urðu ekki fleiri og lokaniðurstaða 3:1-sigur KA-manna

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Þróttur R. 0:0 Þór/KA opna
90. mín. Leik lokið
Vestri 2:1 HK opna
90. mín. Sergine Modou Fall (Vestri) fær gult spjald
KR 7:1 Fram opna
90. mín. Orri Sigurjónsson (Fram) fær rautt spjald Keyrir í bakið á Aroni. Kjánalegt og hann veit upp á sig sökina. Hans annað gula spjald. Kom inn á sem varamaður fyrir seinni hálfleikinn.
FH 0:1 Breiðablik opna
59. mín. Baldur Kári Helgason (FH) fær gult spjald
Man. United 0:3 Tottenham opna
90. mín. Leik lokið 0:3 - Afskaplega verðskuldaður sigur Tottenham í dag. Voru miklu betri allan leikinn. Brennan Johnson, Dejan Kulusevski og Dominic Solanke skoruðu mörk gestanna. Bruno Fernandes, fyrirliði United, lét reka sig útaf á 42. mínútu og gerði verkefnið nánast ómögulegt fyrir liðsfélaga sína. Takk í dag.
Valur 2:3 Víkingur R. opna
90. mín. Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.) skorar 2:3 - Víkingar eru að klára þetta í uppbótartíma! Sá danski með annað glæsilegt skot eftir að Valsmönnum mistókst að koma boltanum í burtu. Dramatík!

Leiklýsing

Fylkir 1:3 KA opna loka
90. mín. Daníel Hafsteinsson (KA) á skot yfir +3 Skot hátt yfir markið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert