Benoný skoraði fjögur af sjö mörkum KR

Benoný Breki Andrésson fagnar einu marka sinna í dag ásamt …
Benoný Breki Andrésson fagnar einu marka sinna í dag ásamt Aroni Þórði Albertssyni. Ólafur Árdal

KR tók stórt skref í áttina að áframhaldandi veru í Bestu deild karla í fótbolta með sigri á Fram á heimavelli, 7:1, í annarri umferð neðri hlutans á Meistaravöllum í Vesturbæ í kvöld. KR er nú með 25 stig í þriðja sæti neðri hlutans. Fram er áfram í efsta sæti með 30 stig.

KR-ingar byrjuðu með látum og Benoný Breki Andrésson skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu er hann kláraði vel í teignum eftir góðan undirbúning hjá Finni Tómasi Pálmasyni og Atla Sigurjónssyni.

Aðeins fimm mínútum síðar var Benoný aftur á ferðinni er hann skoraði með öðru skoti í teignum eftir sprett hjá Aroni Þórði Albertssyni.

Benoný var ekki hættur, því hann gerði sitt þriðja mark og þriðja mark KR á 32. mínútu er hann skallaði í netið af stuttu færi eftir aðra sendingu frá Atla.

Luke Rae fullkomnaði síðan glæsilegan fyrri hálfleik hjá KR með fjórða markinu er hann skoraði af stuttu færi eftir annan góðan sprett frá Aroni Þórði og voru hálfleikstölur 4:0.

KR-ingar og Benoný byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri því framherjinn skoraði sitt fjórða mark og fimmta mark KR á 53. mínútu er hann var enn og aftur einn og óvaldaður í teignum.

Eftir markið róaðist leikurinn töluvert, enda úrslitin löngu ráðin. Framarar fengu einhver færi til að minnka muninn og það tókst á 85. mínútu er varamaðurinn Markús Páll Ellertsson skoraði af stuttu færi eftir horn, hans fyrsta mark í efstu deild. 

Mínútur síðar skoraði varamaðurinn Óðinn Bjarkason sjötta mark KR með glæsilegum skalla í teignum eftir fyrirgjöf frá Jóhannesi Kristni Bjarnasyni. Markið var það fyrsta sem Óðinn skorar í efstu deild, í fyrsta leiknum. 

Atli Sigurjónsson gerði sjöunda mark KR með glæsilegu langskoti á 89. mínútu og risasigur KR-inga varð raunin. Vont varð verra fyrir Fram er Orri Sigurjónsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Þróttur R. 0:0 Þór/KA opna
90. mín. Leik lokið
Vestri 2:1 HK opna
90. mín. Sergine Modou Fall (Vestri) fær gult spjald
FH 0:1 Breiðablik opna
59. mín. Baldur Kári Helgason (FH) fær gult spjald
Man. United 0:3 Tottenham opna
77. mín. Dominic Solanke (Tottenham) skorar 0:3 - Bergvall tekur hornspyrnuna og Sarr nær að flikka boltanum áfram á Solanke sem potar boltanum fyrir línuna. Þriðji leikurinn í röð sem Solanke skorar í.
Fylkir 0:1 KA opna
1. mín. Leikur hafinn Fylkir byrjar með boltann í dag.

Leiklýsing

KR 7:1 Fram opna loka
90. mín. Uppbótartíminn verður að minnsta kosti fimm mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert