Víkingur aftur á toppinn eftir hádramatík

Kristinn Freyr Sigurðsson fyrirliði Vals í kvöld með boltann.
Kristinn Freyr Sigurðsson fyrirliði Vals í kvöld með boltann. Ólafur Árdal

Íslandsmeistarar Víkings úr Reykjavík endurheimtu toppsæti Bestu deildar karla í fótbolta með dramatískum útisigri á Val, 3:2, á Hlíðarenda í kvöld. Víkingur er með 55 stig eins og Breiðablik en með töluvert betri markatölu. Valur er áfram í þriðja sæti með 39 stig.

Bæði lið fengu góð færi í upphafi leiks. Kristinn Freyr Sigurðsson setti boltann hárfínt framhjá marki Víkings á 6. mínútu í góðri stöðu í teignum og mínútu fékk Helgi Guðjónsson úrvalsfæri en Frederik Schram í marki Vals varði mjög vel frá honum af stuttu færi.

Víkingsliðið var mun betra næstu mínútur og þeir Ari Sigurpálsson og Danijel Dejan Djuric fengu báðir úrvalsfæri til að skora. Frederik varði frá Ara og Danijel setti boltann í slána.

Markið kom loks á 23. mínútu og það gerði Valdimar Þór Ingimundarson er hann skoraði með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu frá Helga Guðjónssyni.

Víkingsliðið var áfram sterkara eftir markið og kom það gegn gangi leiksins þegar Patrick Pedersen jafnaði á 43. mínútu með góðu skoti í hornið eftir skemmtilegan þríhyrning við Jónatan Inga Jónsson. Urðu mörkin ekki fleiri í fyrri hálfleik var staðan jöfn í leikhléi, 1:1.

Seinni hálfleikurinn var sjö mínútna gamall þegar Birkir Már Sævarsson kom Val yfir. Hann potaði þá boltanum yfir marklínuna af stuttu færi eftir skot frá Albin Skoglund.

Víkingum gekk illa að finna opnanir á vörn Vals næstu mínútur en það tókst að lokum á 69. mínútu þegar Daninn Tarik Ibrahimagic skoraði með fallegu skoti utan teigs í bláhornið niðri.

Tryggvi Hrafn Haraldsson fékk gott færi til að koma Val aftur yfir á 87. mínútu en Ingvar Jónsson í marki Víkinga varði glæsilega frá honum.

Þegar allt stefndi í jafntefli skoraði Ibrahimagic sitt annað mark með glæsilegu skoti í teignum í uppbótartíma og tryggði Víkingi magnaðan sigur. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Þróttur R. 0:0 Þór/KA opna
90. mín. Leik lokið
Vestri 2:1 HK opna
90. mín. Sergine Modou Fall (Vestri) fær gult spjald
KR 7:1 Fram opna
90. mín. Orri Sigurjónsson (Fram) fær rautt spjald Keyrir í bakið á Aroni. Kjánalegt og hann veit upp á sig sökina. Hans annað gula spjald. Kom inn á sem varamaður fyrir seinni hálfleikinn.
FH 0:1 Breiðablik opna
59. mín. Baldur Kári Helgason (FH) fær gult spjald
Man. United 0:3 Tottenham opna
90. mín. Leik lokið 0:3 - Afskaplega verðskuldaður sigur Tottenham í dag. Voru miklu betri allan leikinn. Brennan Johnson, Dejan Kulusevski og Dominic Solanke skoruðu mörk gestanna. Bruno Fernandes, fyrirliði United, lét reka sig útaf á 42. mínútu og gerði verkefnið nánast ómögulegt fyrir liðsfélaga sína. Takk í dag.
Fylkir 1:3 KA opna
90. mín. Fylkir fær víti Dagur brýtur á Ragnari og fær rautt spjald.

Leiklýsing

Valur 2:3 Víkingur R. opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma. Fáum við sigurmark?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert