Brentford sló met í ensku úrvalsdeildinni

Bryan Mbeumo skoraði á fyrstu mínútu leiksins í gær.
Bryan Mbeumo skoraði á fyrstu mínútu leiksins í gær. AFP/Henry Nicholls

Brentford er fyrsta liðið í sögu ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu til þess að skora mark á fyrstu mínútu leiks, þrjá leiki í röð.

Yoane Wissa skoraði skallamark strax á fyrstu mínútu í leik liðsins gegn Manchester City en Brentford tapaði svo 2:1. Í síðustu umferð skoraði Bryan Mbeumo á fyrstu mínútu en liðið tapaði svo 3:1 gegn Tottenham.

Í gær skoraði Mbeumo aftur á fyrstu mínútu leiksins en þeim tókst að ná stigi úr leiknum sem endaði 1:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert