Óásættanleg hegðun

Leikmenn Leicester flugu til Kaupmannahafnar beint eftir leik.
Leikmenn Leicester flugu til Kaupmannahafnar beint eftir leik. AFP/Darren Staples

Hegðun leikmanna enska knattspyrnuliðsins Leicester City á meðan þeir voru í jólateiti í Kaupmannahöfn var óásættanleg að mati tímabundins stjóra liðsins.

Ben Dawson stýrir Leicester á meðan félagið leitar að eftirmanni Steve Cooper sem var rekinn á sunnudag eftir tap gegn Chelsea, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.

Eftir leikinn fóru leikmenn til Danmerkur í teiti þar sem sjá mátti „Enzo, ég sakna þín“ á skjá. Enzo er Enzo Maresca, fyrrverandi stjóri liðsins og núverandi stjóri Chelsea.

„Við höfum látið leikmenn vita að þetta er óásættanleg hegðun en við verðum að halda áfram og gera allt hvað við getum til að ná í úrslit á vellinum,“ sagði Dawson á blaðamannafundi í dag.

Leicester er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi fyrir ofan fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka