Finnst stjórar eiga skilið meiri virðingu

Ange Postecoglou.
Ange Postecoglou. AFP/Justin Tallis

Stjóra Tottenham, Ange Postecoglou, finnst hann og aðrir stjórar í ensku úrvalsdeildinni eiga meiri virðingu skilið.

„Manni finnst að eftir 26 ára starf sem stjóri eigi maður inni meiri virðingu og ég er ekki eini,“ sagði Postecoglou.

„Ég sá það gerast hjá Unai [Emery]. Ég sá það gerast hjá Nuno [Espírito Santo] þegar hann var hérna,“ bætti Ástralinn við.

Tottenham hefur farið brösuglega af stað í deildinni en liðið situr í tíunda sæti. Þrátt fyrir það eru aðeins toppliðin Liverpool og Chelsea með betri markatölu en liðið.

„Ég skil að það séu ekki allir sammála minni nálgun. Fólk hefur mismunandi skoðanir, það er eðlilegt og heilbrigt,“ sagði Postecoglou.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka