Sveinbjörn í Grindavík

Sveinbjörn Jónasson á fullri ferð í leik með Fjarðabyggð.
Sveinbjörn Jónasson á fullri ferð í leik með Fjarðabyggð. mbl.is/G.Rúnar

Sveinbjörn Jónasson, markakóngur Fjarðabyggðar í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar, er genginn í raðir Grindavíkur og mun leika með liðinu í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Sveinbjörn, sem er 22 ára gamall framherji, skoraði 12 mörk í 22 leikjum með Fjarðabyggð á síðustu leiktíð og varð í 3.-5. sæti yfir markahæstu leikmenn í deildinni. Sveinbjörn lék áður með Hugin á Seyðisfirði en gekk í raðir Fjarðabyggðar á síðasta ári. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem bætist í hóp Grindvíkinga í vetur en þeir hafa misst Andra Stein Birgisson til Asker í Noregi og Alexander Þórarinsson til Fram. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert