Valur í meistaradeild kvenna

Valur verður verðugur fulltrúi Íslands í Meistaradeildinni.
Valur verður verðugur fulltrúi Íslands í Meistaradeildinni. Morgunblaðið/ hag

Íslandsmeistarar Vals verða fulltrúar Íslands í nýstofnaðri meistaradeild kvenna í knattspyrnu sem sett hefur verið á laggirnar. Minnstu munaði að KR-liðið kæmist einnig í keppnina, en liðin með bestan árangur í öðru sæti komast einnig að, frá átta stigahæstu Evrópuþjóðunum, en Ísland er í níunda sæti á þeim styrkleikalista.

Þær þjóðir sem eiga tvo fulltrúa í keppninni eru Þýskaland, Svíþjóð, England, Frakkland, Danmörk, Rússland, Noregur og Ítalía. 

Styrkleiki deildanna í þessum löndum er reiknaður þannig, að árangur liðanna frá 2003 er metin að stigum. Ísland fékk 25000 stig, en Ítalía var með 28,500 stig.

Valur mun fara beint í 32-liða úrslit keppninnar, en úrslitaleikurinn fer fram í Madrid þann 20. maí 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert