Stjóri Cardiff rekinn

Erol Bulut.
Erol Bulut. Ljósmynd/Cardiff

Tyrkinn Erol Bulut var rekinn sem knattspyrnustjóri enska B-deildar félagsins Cardiff City í dag.

Hann tók við liðinu í júní á síðasta ári og á síðasta timabili lenti liðið í 12. sæti deidlarinnar. Nú er liðið aðeins með eitt stig eftir sex leiki og mínus 12 í markatölu.

Liðið tapaði 2:0 gegn Leeds í gær og tilkynnti í dag að Bulut var látinn fara en hann skrifaði undir tveggja ára samning eftir síðasta tímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert