Fjórbrotnaði í andliti

Viðar Ari Jónsson í leik með FH.
Viðar Ari Jónsson í leik með FH. mbl.is/Arnþór Birkisson

Knattspyrnumaðurinn Viðar Ari Jónsson fékk þungt höfuðhögg er hann lék með HamKam gegn Lillestrøm í norsku úrvalsdeildinni á laugardag.

Fótbolti.net greinir frá. Hann þurfti að fara af velli á 25. mínútu eftir harkalegt samstuð. Viðar rotaðist á vellinum og var fluttur á sjúkrahús í Ósló í kjölfarið.

Viðar þarf á aðgerð að halda því hann er með fjórbrotinn kjálka. Þá missti hann einnig tönn í samstuðinu.

Tveir mánuðir eru eftir af tímabilinu í Noregi og mun Viðar væntanlega ekki taka frekari þátt það sem eftir lifir leiktíðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert