Stig tekin af Íslendingaliðinu og framtíðin óljós

Ásdís Karen Halldórsdóttir leikur með Lillestrøm.
Ásdís Karen Halldórsdóttir leikur með Lillestrøm. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Norska knattspyrnusambandið hefur dregið þrjú stig af kvennaliði Lillestrøm í norsku úrvalsdeildinni vegna fjárhagsvandræða félagsins. Ásdís Karen Halldórsdóttir leikur með liðinu.

Eitt stig var dregið af liðinu í maí og nú þrjú til viðbótar. Lillestrøm hefur því alls misst fjögur stig á leiktíðinni vegna vandræða utan vallar.

Ef allt fer á versta veg neyðist félagið til að draga liðið úr keppni áður en tímabilið klárast.

Ásdís og stöllur eru í fínum málum innan vallar, þrátt fyrir stigafrádráttinn, því liðið er í fjórða sæti með 35 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert