Tímabilið búið hjá markverðinum?

Marc-Andre Ter Stegen borinn af velli í gær.
Marc-Andre Ter Stegen borinn af velli í gær. AFP/Jose Jordan

Tímabili þýska knattspyrnumarkvarðarins Marc-Andre ter Stegen gæti verið lokið eftir að hann var borinn af velli í 5:1-sigri Barcelona á Villarreal í spænsku 1. deildinni í gær.

Ter Stegen meiddist á hægra hné er hann lenti illa eftir að hann greip boltann eftir hornspyrnu. Hann var svo borinn tárvotur af velli eftir aðhlynningu.

ESPN greinir frá í dag að Þjóðverjinn gæti verið frá keppni í allt að átta mánuði og að tímabilinu hans sé lokið eftir aðeins sex umferðir.

„Þetta lítur ekki vel út. Við erum sorgmæddir, en við bíðum eftir frekari upplýsingum,“ sagði Hansi Flick, stjóri Barcelona, við RAC1 eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert