Sonur Zidane hættur

Enzo Zidane (fyrir miðju) fagnar sigri í Meistaradeild Evrópu.
Enzo Zidane (fyrir miðju) fagnar sigri í Meistaradeild Evrópu. AFP

Enzo Zidane hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna 29 ára gamall. Enzo er sonur Zinedine Zidane, eins besta fótboltamanns sögunnar.

Enzo lék einn leik árið 2016 fyrir Real Madrid en hann er alinn upp hjá félaginu sem faðir hans spilaði fyrir og þjálfaði. 

Ári síðar gekk hann til liðs við Alavés en lék einungis fjóra leiki á einu tímabili þar. Síðan hefur miðjumaðurinn flakkað á milli liða en hann hefur leikið í Sviss, Frakklandi, Portúgal og Spáni.

Enzo segist ætla að verja tíma sínum með eiginkonu sinni og börnum samhliða því að líta eftir margvíslegum fjárfestingum sínum,

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert