Liðsfélagarnir þurftu að stíga inn í

Jordan Henderson.
Jordan Henderson. AFP/John Thys

Enski miðjumaðurinn Jordan Henderson, fyrrverandi leikmaður og fyrirliði Liverpool, var allt annað en sáttur við sóknarmanninn Bertrand Traoré í leik Ajax og  Besiktas í Evrópudeildinni í gærkvöldi.

Traoré missti boltann á hættulegum stað og var sá enski allt annað en sáttur við liðsfélaga sinn og öskraði á hann. Traoré svaraði fyrirliðanum fullum hálsi og þurftu liðsfélagar þeirra að stíga inn í.

Henderson gerði hins vegar lítið úr atvikinu er hann ræddi við TNT-sjónvarpsstöðina eftir leik.

„Ef þú hefur horft á mig spila í gegnum tíðina veistu að þetta er eðlilegt. Þetta voru ekki ógnandi tilburðir. Þetta er fótbolti og við viljum vinna og bæta okkur.

Stundum verða orðaskipti, en það er af hinu góða og heldur mönnum á tánum,“ sagði Henderson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert