Stuðningsmenn Barcelona bannaðir í Belgrad

Atvikin áttu sér stað í leik Barcelona gegn Mónakó.
Atvikin áttu sér stað í leik Barcelona gegn Mónakó. AFP/Miguel Medina

Stuðningsmenn spænska knattspyrnufélagsins Barcelona mega ekki mæta á útileik liðsins gegn serbneska liðinu Rauðu stjörnunni í Meistaradeild Evrópu 6. nóvember næstkomandi.

Ástæðan er hegðun stuðningsmanna í útileik liðsins gegn Mónakó í sömu keppni á fimmtudag fyrir viku.

Stuðningsmenn Barcelona gerðust m.a. sekir um rasíska söngva og þá héldu einhverjir stuðningsmenn félagsins uppi fána þar sem sjá mátti nasistakveðju.

Barcelona hefur unnið alla sjö leiki sína í deildinni á tímabilinu en liðið tapaði fyrir Mónakó í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert