Óvænt tap í toppbaráttunni

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Nordsjaelland í svekkjandi …
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Nordsjaelland í svekkjandi tapi í dag. Ljósmynd/@FCNordsjaelland

Nordsjaelland tapaði óvænt á heimavelli gegn Aarhus í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, 1:2.

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir spilaði allan leikinn í liði Nordsjaelland í dag en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Eftir leikinn er Nordsjaelland í 2. sæti deildarinnar með 30 stig, sex stigum á eftir toppliði Fortuna Hjorring. Aarhus er í 6. sæti deildarinnar með 16 stig, átta stigum frá fallsæti.

Brondby með sterkan útisigur

Íslendingalið Brondby vann sterkan útisigur á botnliði deildarinnar, KoldingQ. Leikurinn endaði með tveggja marka sigri Brondby, 2:0.

Ingibjörg Sigurðardóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir spiluðu báðar allan leikinn fyrir Brondby.

Eftir sigurinn er Brondby í 3. sæti deildarinnar með 27 stig, þremur stigum á eftir Nordsjaelland. KoldingQ er sem fyrr á botni deildarinnar með sex stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka