Árni Már náði B-lágmarki

Árni Már Árnason er þriðji frá vinstri á þessari mynd, …
Árni Már Árnason er þriðji frá vinstri á þessari mynd, en Árni Már synti í dag á Ólympíulágmarki í 50 m skriðsundi. mbl.is/Jóhann A. Kristjánsson

Árni Már Árnason, sundmaður úr ÍRB náði í dag Ólympíulágmarkinu í 50 m skriðsundi, þegar hann synti á tímanum 23,13 sek, en það er akkúrat B-lágmarkstíminn upp á sekúndubrot. Tímanum náði Árni Már á móti í Barcelona, sem er hluti af Mare Nostrum mótaröðinni.

Árni Már er þó ekki öruggur inn á Ólympíuleikana að þeim sökum að Örn Arnarson hefur áður synt undir þessu sama B-lágmarki, og það á betri tíma en tími Árna Más. Aðeins einn keppandi frá hverri þjóð má fara inn á Ólympíuleikana á B-lágmarki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert