Íslendingar fá frítt á leik í Danmörku

Úr leik á Íslandsmótinu íshokkí.
Úr leik á Íslandsmótinu íshokkí. mbl.is/G.Rúnar

Forráðamenn danska íshokkíliðsins OIK  sem er með aðsetur í Óðinsvéum hafa ákveðið að leggja Íslendingum sem búsettir eru í Danmörku lið á erfiðum tímum. Á morgun fer fram stórleikur í dönsku úrvalsdeildinni í íshokkí þar sem að OIK tekur á móti  Totempo HVIK. Stjórn OIK hefur ákveðið að bjóða Íslendingum á leikinn og er tilefnið slæmt efnahagsástand á Íslandi. Um 8.200 Íslendingar búa í Danmörku og þar af um 500 í Óðinsvéum samkvæmt frétt dr.dk.

„Við höfum heyrt af því að Íslendingar sem búa hér í borginni eigi í erfiðleikum með að ná í peninga í bankanum og greiðslukortin þeirra virka ekki. Við höfum álveðið að bjóða þeim  á leikinn og þetta er jafnframt liður í því að markaðssetja íþróttagreinina okkar,“ segir Jørgen Bay-Kastrup framkvæmdastjóri OIK í samtali við dr.dk.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert