Jón Margeir Sverrisson hlaut Sjómannabikarinn

Jón Margeir Sverrisson með verðlaun sín.
Jón Margeir Sverrisson með verðlaun sín. mbl.is

Nýárssundmóti Íþróttasambands fatlaðra fyrir börn og unglinga árið 2009 var rétt í þessu að ljúka þar sem sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson hlaut Sjómannabikarinn fyrir besta afrek mótsins. Jón Margeir syndir fyrir Íþróttafélagið Ösp og vann besta afrekið í 50m. skriðsundi er hann kom í mark á tímanum 28.82 sek. og hlaut fyrir vikið 676 stig.

Stigin eru reiknuð út frá heimsmeti sem gildir 1000 svo árangur Jóns er frábær og ljóst að hér er á ferðinni sterkur og efnilegur sundmaður.

Ragnar Ingi Magnússon átti næststigahæsta sund mótsins, einnig í 50 m. skriðsundi, er hann kom í mark á tímanum 29.47 sek. og hlaut fyrir vikið 632 stig. Ragney Líf Stefánsdóttir frá ÍVARI á Ísafirði hafnaði í 3. sæti en hún var líka í 50m. skriðsundi og kom í mark á tímanum 36.67 sek.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert