Góður árangur hjá íslenskum karatemönnum

Frá vinstri: Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Jóhannes Gauti Óttarsson og Telma …
Frá vinstri: Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Jóhannes Gauti Óttarsson og Telma Rut Frímannsdóttir. Öll unnu þau til verðlauna á mótinu. mbl.is

Íslenska landsliðið í karate keppti um helgina á sterku móti í Svíþjóð, Stokkhólm Open.  Um 650 keppendur voru á mótinu frá 12 löndum.  Mjög góður árangur náðist hjá Íslendingunum sem unnu til 5 gullverðlauna og 27 verðlauna í heildina.  

Bestum árangri náði Aðalheiður Rósa Harðardóttir sem vann gull í kata junior dangráðu og gull í hópkata junior  þar sem hún keppti með Svönu Kötlu Þorsteinsdóttur og Kristínu Magnúsdóttur, auk þess náði Aðalheiður einum silfurverðlaunum og bronsverðlaunum. 

Auk Aðalheiðar þá stóð Davíð Freyr Guðjónsson sig mjög vel og vann hann gull í flokki kadet dangráðu auk tvenna bronsverðlauna.  Auk þeirra tveggja þá vannst gull í hópkata drengja 11-13 ára og í liðakeppni í kumite kvenna.  Árangur í ár var betri heldur en fyrir ári enda hefur landsliðshópurinn lagt mikið á sig í æfingum síðasta árið. 

Hér fyrir neðan má svo sjá nánari úrslit;

Gull kata junior dangráða, Aðalheiður Rósa Harðardóttir
Gull kata kadet dangráða, Davíð Freyr Guðjónsson
Gull hópkata junior, Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Kristín Magnúsdóttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir
Gull teamkumite kvenna, Hekla Helgadóttir, Telma Rut Frímannsdóttir,
Gull hópkata 11-13 ára, Bogi Benediktsson, Eiríkur Róbertsson, Breki Guðmundsson
Silfur kumite junior -68kg, Elías Snorrason
Silfur kumite kvenna -61kg, Telma Rut Frímannsdóttir
Silfur kumite junior -61kg, Elías Guðnason
Silfur Kata kadet dangráða,Heiðar Benediktsson
Silfur kata kadet 4-6.kyu, Pjetur Stefánsson
Silfur hópkata senior, Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Hekla Helgadóttir, Kristín Magnúsdóttir
Brons kata junior dangráða, Svana katla Þorsteinsdóttir
Brons kata junior open, Svana katla Þorsteinsdóttir
Brons kata junior open, Aðalheiður Rósa Harðardóttir
Brons kumite kadet, Davíð Freyr Guðjónsson
Brons kumite kadet, Heiðar Benediktsson
Brons kata kadet 1-3.kyu, Karl Friðrik Scioth
Brons kata kadet 4-6.kyu, Agnar Þór Óskarsson
Brons kumite kvenna -55kg, Hekla Helgadóttir
Brons kumite junior -61kg, Sverrir Magnússon
Brons kumite junior +76kg, Eggert Ólafur Árnason
Brons kumite junior +76kg, Bergþór Vikar Geirsson
Brons kumite junior -68kg, Jóhannes Gauti Óttarsson
Brons kumite junior -68kg, kristján H. Carrasco
Brons kumite senior -78kg, Kristján Ó. Davíðsson
Brons kumite senior -78kg, Arnór Ingi Sigurðsson
Brons hópkata junior, Birkir Indriðason, Davíð Freyr Guðjónsson, Heiðar Benediktsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert