Sögulegur sigur SR

Jonathan Otuoma setti pökkinn í netið.
Jonathan Otuoma setti pökkinn í netið. Ljósmynd/Bjarni Helgason

Skautafélag Reykjavíkur lagði spænsku meistarana CH Jaca með gullmarki í framlengdum leik í Eistlandi í í íshokkí í dag, 6:5.

Þetta var fyrsti sigur SR í Evrópukeppni félagsliða í íshokkí en liðið tók þátt í annað sinn og vann einn leik í riðlinum í Narva í Eistlandi og tapaði tveimur.

Liðið skoraði tíu mörk og fékk 18 á sig á mótinu sem er töluvert betri árangur en fyrra þegar liðið skoraði aðeins fjögur mörk og fékk 29 á sig.

SR var undir, 5:4, þegar lítið var eftir af leiknum en liðið bætti við sóknarmanni og jöfnunarmarkið kom þegar það voru aðeins þrjár sekúndur eftir.

Gullmarkið skoraði svo Jonathan Otuoma þegar ein og hálf mínúta var liðin af framlengingunni eftir undirbúning Kára og Hákons.
Önnur mörk skoruðu:
Kári Arnarsson (stoðs. Eduard)
Lukas Dinga (stoðs. Sölvi)
Axel Orongan (stoðs. Eduard og Sölvi)
Axel Orongan (stoðs. Sölvi)
Hákon Magnússon (stoðs. Kári og Lukas D.)
 
Jóhann Ragnarsson varði 38 af 43 skotum CH Jaca. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert