Thelma tvöfaldur Norður-Evrópumeistari

Thelma Aðalsteinsdóttir.
Thelma Aðalsteinsdóttir. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Thelma Aðalsteinsdóttir er Norður-Evrópumeistari á stökki og tvíslá í áhaldafimleikum kvenna.

Thelma hefur átt frábæra helgi hingað til en hún hjálpaði íslenska liðinu að ná í bronsverðlaun í liðakeppninni og lenti sjálf í öðru sæti í fjölþraut í gær.

https://www.mbl.is/sport/frettir/2024/09/21/thelma_vann_silfur_og_island_brons/

Thelma komst í úrslit á öllum áhöldum, sigraði stökkið í morgun og varði titilinn á tvíslá stuttu síðar. Hildur Maja Guðmundsdóttir lenti í 4. sæti með 13,450 í einkunn á tvíslá.

https://www.mbl.is/sport/frettir/2023/11/26/thelma_nordur_evropumeistari_a_tvisla/

Úrslit á slá og gólfi eru seinna í dag hjá konunum og stökk, tvíslá og svifrá hjá körlunum einnig.

Jón Sigurður Gunnarsson keppti í úrslitum á hringum í morgun og gerði flotta seríu sem fékk 13,450 í einkunn, aðeins 0,1 frá bronsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert