Þrjár á HM í Nice

Kristín Laufey, Kristín Magnúsdóttir og Ásta Reynisdóttir Parker.
Kristín Laufey, Kristín Magnúsdóttir og Ásta Reynisdóttir Parker. Ljósmynd/Þríþrautarsamband Íslands

Þrjár íslenskar konur tóku þátt á heimsmeistaramóti kvenna í Ironman sem haldið var í Nice í Frakklandi um helgina. Þetta var fyrsta heimsmeistaramót kvenna í greininni.

Ásta Reynisdóttir Parker keppti í aldursflokki 50-54 ára og endaði í 51. sæti. Kristín Laufey Steinarsdóttir tók þátt í aldursflokki 40-44 ára og Kristín Magnúsdóttir í flokki 65-69 ára og hafnaði hún í tólfta sæti í sínum flokki.

Keppt var í 3,8 kílómetra sundi í Miðjarðarhafinu, 180 kílómetra hjólreiðum með 2427 metra hækkun og hlaupið maraþon í kjölfarið.

Nánar má lesa um árangur Íslendingana á heimasíðu þríþrautarsambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert