Ákærður fyrir ofbeldi gegn öðru barni sínu

Norsku bræðurnir Henrik Ingebrigtsen, Jakob Ingebrigtsen og Filip Ingebrigtsen.
Norsku bræðurnir Henrik Ingebrigtsen, Jakob Ingebrigtsen og Filip Ingebrigtsen. AFP

Norðmaðurinn Gjert Ingebrigtsen hefur aftur verið ákærður fyrir ofbeldi í garð heimsfræga hlauparans Jakobs Ingebrigtsen. 

Gjert var fyrr á árinu einnig ákærður fyrir heimilisofbeldi í garð yngra systkinis Jakobs. 

Jakob er einn þekktasti íþróttamaður Noregs en bræður hans Henrik og Filip eru einnig hlauparar og hafa unnið til verðlauna á stórmótum. 

Faðirinn neitar sök

Norðmenn urðu marg­ir hverj­ir fyr­ir áfalli í októ­ber á síðasta ári þegar bræðurn­ir ásökuðu föður sinn um of­beldi.

„Við ól­umst upp hjá mjög árás­ar­gjörn­um og drottn­andi föður sem beitti lík­am­legu of­beldi og hót­un­um í upp­eld­inu,“ skrifuðu þá bræðurn­ir í sam­vinnu við dag­blaðið VG í fyrra. 

Jakob er yngsti bróðirinn en einnig sá sem hefur náð lengst. Hann er tvöfaldur ólympíu- og heimsmeistari ásamt því að vera heimsmethafi í 1.500, 2.000 og 3.000 metra hlaupi. 

Í umfjöllun Verdens Gang um málið kemur fram að réttarhöldin muni taka nokkrar vikur og að Gjert gæti verið dæmdur í allt að sex ára fangelsi. Hann neitar sök, líkt og hann hefur ávallt gert. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka