Meiddist við undirbúning á jólamatnum

Scottie Scheffler.
Scottie Scheffler. AFP/Ross Kinnaird

Kylfingurinn Scottie Scheffler, sem er efstur á heimslistanum í golfi, verður frá keppni fyrstu tvær vikurnar á nýju ári í PGA-mótaröðinni eftir að hafa meitt sig við undirbúning á jólamatnum.

„Á jóladag, við undirbúning á kvöldmatnum, fékk Scottie skurð í lófa hægri handar er hann skar sig á glerbroti,“ sagði Blake Smith, umboðsmaður Scheffler, í yfirlýsingu.

„Lítil glerbrot urðu eftir í lófanum og þurfti hann því að fara í skurðaðgerð. Læknar hafa tjáð honum að hann verði tilbúinn að spila á ný eftir þrjár til fjórar vikur.“

Scheffler átti frábært ár á golfvellinum. Hann sigraði meðal annars á Ólympíuleikunum í París, FedEx-bikarinn og Masters-mótið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka