Áfall fyrir Selfyssinginn

Teitur Örn Einarsson, til vinstri, verður frá keppni næstu vikurnar …
Teitur Örn Einarsson, til vinstri, verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla. mbl.is/Óttar Geirsson

Handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Gummersbach gegn Leipzig í þýsku 1. deildinni í gær.

Teitur meiddist á hægri fæti undir lok leiksins og Handball-world greinir frá að Selfyssingurinn verði ekki með næstu vikurnar vegna meiðslanna.

Skyttan frá Selfossi kom til Gummersbach fyrir tímabilið frá Flensburg. 

„Teitur er nýkominn og hefur verið góður í vörn og sókn. Auðvitað er þetta sárt en við verðum að þjappa okkur enn betur saman,“ er haft eftir Guðjóni Val Sigurðssyni þjálfara Gummersbach á heimasíðu miðilsins.

Elliði Snær Viðarsson leikur einnig með Gummersbach sem mætir FH á útivelli 15. október og 19. nóvember á heimavelli í Evrópudeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert