Þórir: Það kemur í ljós

Þórir Hergeirsson og Nora Mørk ræða saman.
Þórir Hergeirsson og Nora Mørk ræða saman. AFP

Norska handknattleikskonan Nora Mørk, ein skærasta stjarna handboltaheimsins, er komin í frí frá íþróttinni vegna þrálátra meiðsla og mikils álags.

Hún leikur því ekki með danska liðinu Esbjerg á næstunni, en óvíst er um næstu skref hjá Mørk.

Þórir Hergeirsson hefur fagnað sigri á hverju stórmótinu á fætur öðru sem þjálfari norska liðsins, oftar en ekki með Mørk í aðalhlutverki.

„Þetta kemur mér ekki á óvart. Þetta var í rauninni nauðsynlegt fyrir hana. Það hefur verið mjög mikið álag á henni lengi,“ sagði Þórir um Mørk í samtali við Nettavisen í Noregi.

Þórir stýrir norska liðinu á stórmóti í síðasta skipti á EM í lok árs. Hann var stuttur í spuna er hann var spurður hvort Mørk yrði með honum á mótinu.

„Það kemur í ljós.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert