Stjarnan fór rakleiðis á spítala

Sander Sagosen er að glíma við meiðsli.
Sander Sagosen er að glíma við meiðsli. AFP/Francois Lo Presti

Handknattleiksmaðurinn Sander Sagosen, skærasta stjarna norska landsliðsins, meiddist í leik Kolstad og Zagreb í Meistaradeildinni í vikunni.

Sagosen skaddaði liðbönd í hægri öxl og samkvæmt VG í Noregi þarf leikmaðurinn að hitta sérfræðing á sviði axlarmeiðsla til að fá bót meina sinna.

Norðmaðurinn lenti illa í leiknum og var keyrður rakleiðis á spítala eftir aðhlynningu á vellinum. Eftir myndatöku komu meiðslin í ljós, en óljóst er hve lengi hann verður frá keppni.

Sigvaldi Björn Guðjónsson, Benedikt Gunnar Óskarsson og Sveinn Jóhannsson eru samherjar Sagosens hjá Kolstad.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert