Stórleikur Ómars dugði ekki til

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með …
Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með Magdeburg. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Hannover-Burgdorf vann frábæran eins marks heimasigur, 28:27, á Íslendingaliði Magdeburg í efstu deild þýska handboltans í dag.

Ómar Ingi Magnússon var stórkostlegur í liði Magdeburg og skoraði tíu mörk en það dugði ekki til. Gísli Þorgeir Kristjánsson gerði þá fjögur mörk fyrir gestina.

Eftir sigurinn er Hannover-Burgdorf í öðru sæti deildarinnar en Magdeburg situr í því fimmta.

Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari hjá Hannover-Burgdorf.

Kadetten styrkti stöðu sína á toppnum

Í svissnesku úrvalsdeildinni er Kadetten Schaffhausen komið með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar eftir stórsigur á RTV Basel í dag, 41:27.

Óðinn Þór Ríkharðsson var að sjálfsögðu á sínum stað í horninu hjá Kadetten og skoraði hann átta mörk úr átta skotum. Stórkostlegur leikur hjá Óðni í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka