Stórleikur Njarðvíkingsins í Evrópuleik

Elvar Már Friðriksson og Ægir Þór Steinarsson fagna glæstum sigri …
Elvar Már Friðriksson og Ægir Þór Steinarsson fagna glæstum sigri á Ítalíu með landsliðinu í síðasta mánuði. Ljósmynd/FIBA

Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfuknattleik, átti stórleik fyrir gríska liðið Maroussi þegar það vann glæsilegan sigur á Zaragoza frá Spáni, 104:95, í K-riðli í annarri umferð Evrópubikars FIBA í kvöld.

Leikurinn fór fram í Grikklandi þar sem Elvar Már skoraði 15 stig, tók sex fráköst og gaf átta stoðsendingar á sjö mínútum.

Bæði lið hafa nú unnið einn leik og tapað einum í K-riðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert