Voru brögð í tafli í stórsigri Liverpool?

Liverpoolmenn fagna marki.
Liverpoolmenn fagna marki. Reuters

Enska blaðið Daily Mail segir frá því í dag að verið sé að rannsaka hvort úrslitum í leik Liverpool og Besiktas í Meistaradeild Evrópu hafi verið hagrætt á einhvern hátt. Liverpool vann 8:0 og mikið var um óvenjuleg veðmál í sambandi við leikinn.

Þessar fréttir fengust ekki staðfestar hjá UEFA en í grein blaðsins er bent á hversu óvenjuleg staðan sé í riðlinum. Besiktas er með níu mörk í mínus en Liverpool með níu mörk í plús en engu að síður eiga bæði félögin möguleika á að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum í næstu viku þegar síðasta umferðin verður leikin.

Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung segir að áberandi hafi verið hversu mikið hafi verið veðjað á stórsigur í þessum leik og bendir á að leikmenn Besiktas hafi aðeins brot af þeim launum sem leikmenn Liverpool hafi og lætur að því liggja að það hafi verið freistandi fyrir þá að þiggja aukagreiðslu fyrir að tapa stórt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert