"Það er mikið beðið um fyrirsætur með hvíta húð og dökkt hár á Indlandi," segir Linda Benediktsdóttir nítján ára súpermódel sem hefur verið að gera það gott á Íslandi og ekki síður á Indlandi á vegum Eskimo módels. Þrátt fyrir ungan aldur er Linda með báðar fætur á jörðinni. Hún starfar í vetur á sambýli með fötluðum unglingum samhliða námi og módelstörfum.