Sviðsljós

Védís fæddist á sumardegi

Mæðgurnar Védís söngkona og móðir hennar Bryndís talmeinafræðingur standa í ströngu um þessar mundir en söngkonan gaf nýverið út geisladisk og mamma hennar áhugaverða bók sem nefnist Einstök mamma.

Bókin er einstök um margt en Bryndís byggir hana á eigin reynslu en mamma hennar heyrir ekki. Þetta er eina íslenska barnabókin sem tekur á þessum málum. Þegar börn tala "annað" tungumál við foreldra sína og þurfa oft á tíðum að vera túlkar fyrir þau. Það sama er uppi á teningnum þegar erlendar fjölskyldur flytja til Íslands, því oft eru börnin fljótari að ná málinu og þurfa að hjálpa foreldrum sínum að taka þátt í samfélaginu. – Þetta er saga um börn sem brúa landamæri.

Sviðsljóss klúbbur

Skráðu þig í Sviðsljóss klúbbinn og fáðu nýtt efni, funheit tilboð og margt fleira í pósthólfið þitt.