Sjálfkjörið í stjórn Teymis og hlutafé aukið um 4 milljarða

Sjálfkjörið er í stjórn Teymis en aðalfundur félagsins verður haldinn á þriðjudag. Ásta Bjarnadóttir og Jón Þorsteinn Jónsson koma ný í stjórn félagsins en Guðmundur Ólafsson og Þór Sigfússon gefa ekki kost á sér til endurkjörs.

Eftirtaldir gefa kost á sér til stjórnar Teymis: Ásta Bjarnadóttir, Jón Þorsteinn Jónsson, Matthías Imsland, Þorsteinn M. Jónsson og Þórdís J. Sigurðardóttir.

Til vara: Einar Þór Sverrisson og Soffía Lárusdóttir.

Stjórn Teymis hf. hefur ákveðið að nýta heimild í samþykktum félagsins til að hækka hlutafé félagsins og selja fjárfestum í útboði. Seldir verða hlutir í félaginu fyrir 4.000 milljónir króna að söluverðmæti í útboði til fjárfesta. Tilgangur útboðsins er að styðja við frekari vöxt Teymis hf., efla félagið og gera því kleift að nýta fjárfestingartækifæri sem kunna að myndast á markaðnum, að því er segir í tilkynningu.

Tilkynning til Kauphallar Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK