Lánshæfismat bankanna lækkað

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfismat íslensku viðskiptabankanna þriggja. Er langtímaeinkunn Kaupþings  lækkuð um einn flokk, úr Aa3 í A1, en einkunn Glitnis og Landsbankans um 2 flokka, í A2. 

Er langtíma lánshæfiseinkunn Landsbankans og Kaupþings nú sú sama og hún var í upphafi síðasta árs en einkunn Glitnis er einum flokki lægri. 

Þá hefur einkunn Kaupþings fyrir fjárhagslegan styrk verið lækkuð úr C í C-. Einkunn  danska bankans FIH, sem er í eigu Kaupþings er óbreytt, A1/C.

Moody's segir, að lausafjárstaða Kaupþings sé sterk, m.a. vegna þess að bankinn hætti við kaup á hollenska bankanum NIBC og boðaðrar eignasölu hjá Singer & Friedlander í Bretlandi.

Einkunn Landsbanka fyrir fjárhagslegan styrk er einnig lækkuð úr C í C-. Moody's segir, að lækkun á matseinkunnum bankans endurspegli áhyggjur matsfyrirtækisins af gæðum eignasafns bankans og möguleikum á hagnaði í ljósi versnandi efnahagshorfa á Íslandi og í heiminum öllum þótt afkoma bankans á þessum sviðum hafi verið þokkalega góð á síðasta ári.

Einkunn fyrir fjárhagslegan styrk Glitnis var einnig lækkuð í C- af svipuðum ástæðum og einkunn Landsbankans.

Moody's segir, að á ekki sé útlit fyrir að einkunnir bankanna hækki á ný á næstunni. Hins vegar gæti svo farið í tilfellum Glitnis og Kaupþings ef dregið verður úr lánum til tengdra aðila og Landsbankans ef þar er dregið úr útlánaáhættu.

Á sama hátt gæti þrýstingur á einkunnirnar til lækkunar aukist ef þessir áhættuþættir færu vaxandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK