Olíuverð á niðurleið

Bandarískir neytendur hafa dregið úr kaupum á eldsneyti
Bandarískir neytendur hafa dregið úr kaupum á eldsneyti AP

Verð á hráolíu hefur lækkað umtalsvert í dag eftir að birtar voru tölur sem sýna að eftirspurn eftir olíu hefur minnkað og birgðir aukist í Bandaríkjunum. Verð á hráolíu til afhendingar í júní lækkaði um 2,31 dal í 116,44 dali tunnan á hrávörumarkaði í New York í dag. Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 2,31 dal í 114,43 dali tunnan.

Samkvæmt nýrri bandarískri skýrslu minnkaði eftirspurn eftir bensíni um 6,2% á milli janúar og febrúar og eftir öðru fullunnu eldsneyti um 8,5%. Þrátt fyrir að febrúarmánuður sé styttri en aðrir mánuðir þá virðist sem Bandaríkjamenn séu að draga úr notkun eldsneytis í kjölfar hækkandi verðs.

Eins hafði áhrif á olíuverð að verkfalli starfsmanna olíuhreinsistöðvar í Skotlandi lauk í dag. Styrking á gengi Bandaríkjadals hafði einnig áhrif til lækkunar.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK