8,4 milljarða króna tap hjá SPRON

Tap á rekstri SPRON nam 8,4 milljörðum króna eftir skatta á fyrsta fjórðungi ársins en á sama tímabili á síðasta ári var 4,6 milljarða króna hagnaður á rekstrinum. Segir í tilkynningu, að tapið nú sé  vegna gengistaps á hlutabréfaeign félagsins en gengistap vegna hlutabréfaeignar í Exista nam 8,2 milljörðum króna og vegna veltubókar 2 milljörðum.

Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri, segir að grunnreksturinn hafi styrkst verulega að sem af er ári og jukust vaxtatekjur um 79% á fyrsta ársfjórðungi frá sama tímabili í fyrra.  Félagið sé vel varið fyrir aukinni verðbólgu en félagið eigi miklar verðtryggðar eignir umfram skuldir.

Aðstæður verði þó áfram áfram erfiðar og í ljósi þess hafi höfuðáhersla verið lögð á að tryggja félaginu aðgengi að auknu lausafé og styrkja eiginfjárstöðuna. Segir Guðmundur, að tryggt hafi verið lausafé sem nemi 30 milljörðum króna með verðbréfun fasteignalána hæfum til endurhverfra viðskipta, en það sé gríðarlega mikilvægt í þeirri ausafjárkreppu sem nú ríkir. Með því hafi fjármögnunarþörf félagsins verið mætt til ársins 2010. 

Þá segir Guðmundur, að annar ársfjórðungur fari vel af stað og séu horfur ágætar iðað við þær aðstæður sem almennt ríki á fjármálamörkuðum.

Tilkynning SPRON 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK